Fréttabréf

Nexus gefur reglulega út fréttabréf og sendir meðlimum sínum. Fréttabréfið er sent með tölvupósti á félaga sem hafa greitt ársgjaldið.

Nokkrar breytingar hafa verið á fréttabréfinu undanfarið ár, en mest af efninu sem áður barst félögum í fréttabréfinu er nú sett inn á Facebook síðu Nexus.

Hér að neðan eru nokkur dæmi af fréttabréfinu frá 2013. Athugið að fréttabréf Nexus voru til skamms tíma að mestu leyti á ensku.