Um Nexus

Aðalfundur 2013Nexus er rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála. Nexus eru sjálfstætt starfandi  frjáls félagasamtök, lauslega tengd Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, sem veita sjálfstæðum fræðimönnum aðgang að opnum og frjálsum rannsóknarvettvangi.

Tilgangur félagsins er að auka samstarf á milli fræðimanna, atvinnulífs og opinberra aðila á sviði öryggis- og varnarmála með því að vera vettvangur rannsókna, samstarfs og upplýsinga- og skoðanaskipta milli félagsmanna og samstarfsaðila. Til að vinna að markmiðum sínum skipuleggur Nexus, sjálfstætt eða í samstarfi við aðra, ráðstefnur, málstofur og fyrirlestra, stendur fyrir útgáfu og skipuleggur félagslegar uppákomur sem eiga að stuðla að því að meðlimir kynnist betur og geti þannig lagt þannig grunn að frekara samstarfi.