Tækifæri

Félagar Nexus eru fjölbreyttir og er að finna í háskólum, einkageiranum, fjölmiðlum og hinu opinbera. Markmið félagsins er að skapa sameiginlegan vettvang fyrir þessa hagsmunaaðila í öryggis- og varnarmálum, og stuðla að opinni umræðu.

Þetta gerum við meðal annars með því að:

  • Birta greinar eftir félaga (bæði í fréttabréfinu okkar og á vefsíðunni),
  • Bjóða félögum að halda fyrirlestra,
  • Skrifa saman nefndarálit/umsagnir til Alþingis,
  • Miðla áfram boðum á ráðstefnur og öðrum alþjóðlegum tækifærum,
  • Birta fréttabréf fyrir félaga sem hafa greitt ársgjaldið,
  • Halda mixer, hópferðir og aðrar skemmtilegar uppákomur.

Með ársgjaldi (2,000 kr.) styrkja félagar einnig rannsóknarstyrk Nexus sem er veittur árlega til einstaklinga sem stunda rannsóknir á sviði öryggis- og varnarmála.

Samkvæmt lögum félagsins er aðild að félaginu „ætluð þeim er stunda rannsóknir og fræðistörf á sviði öryggis- og varnarmála eða hafa aðkomu að opinberri stjórnsýslu á sviði öryggis- og varnarmála.“ Krafa er gerð um meistarapróf eða starfsreynsla á þessum sviðum, en stjórnin getur þó veitt undanþágu fyrir meistaranema eða aðra sem teljast vera hæfir vegna annara þátta.

Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig í Nexus og taka þátt í starfseminni okkar!