Click here for the English version of this page.
Nexus kynnir rannsóknarstyrk fyrir nemendur eða einstaklinga sem stunda rannsóknir á sviði öryggis- og varnarmála. Markmið styrksins er að styðja einstaklinga við rannsóknarstörf og stuðla að upplýstri umræðu um öryggis- og varnarmálum á Íslandi.
Einn styrkþegi verður valinn á ári og fær sá einstaklingur 50.000 kr frá Nexus sem á að styðja rannsóknina. Endanleg styrktarupphæð getur hækkað ef þriðji aðili styður rannsóknarstyrkinn.
Við lok rannsóknar samþykkir styrkþegi að miðla niðurstöðu og lokaefni til Nexus og birta rannsóknina á netsíðunni okkar. Hugsanlega verður rannsóknin einnig kynnt fyrir almenningi á opnum fundi í boði Nexus.
Rannsóknin þarf að tengjast Íslandi með beinum eða óbeinum hætti (t.d. innra öryggi Íslands, öryggi á Norðurlöndum eða norðurslóðum, Atlantshafsbandalaginu eða öðru öryggissamstarfi Íslands). Rannsóknin ætti að fjalla um íslensk málefni eða áhrif á Ísland, en viðfangsefni hennar má þó hafa víðari skírskotun.
Rannsóknarstyrkurinn er opinn bæði íslenskum og erlendum fræðimönnum yngri en 35 ára (við lok rannsóknar), en hún þarf að vera rituð á annað hvort íslensku eða ensku. Hægt er að sækja um styrk fyrir meistara- og doktorsritgerðir en ekki bachelorsritgerð. Þú getur ekki sótt um styrk fyrir rannsóknarverkefni sem þú hefur nú þegar klárað.
Spurningum um rannsóknarstyrkinn má beina til stjórnar Nexus á stjorn@nexusrov.org. Til þess að sækja um styrkinn þarf að senda inn umsóknina hér að neðan. Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:
- Í rannsóknartillögu þarf að rökstyðja rannsóknina og skrifa stutta samantekt (með fyrirvara um breytingar), kynna markmið rannsóknarinnar og lýsa hvernig styrkurinn mun hjálpa þér að ná markmiðunum þínum.
- Ef þú verður valinn í lokahópinn getur verið að Nexus kynni umsóknina þína fyrir þriðja aðila með það markmiði að hækka rannsóknarstyrkinn
- Styrkþegi verður valinn af styrktarnefnd Nexus, sem getur haft samband við þig með netpósti með nánari spurningum, ef þörf krefur.
- Styrktarnefnd mun taka til greina gæði rannsóknartillögunnar, áhrif á íslenska stefnumótun og fyrirhugaða notkun á styrknum.
- Umsóknarfrestur fyrir rannsóknarstyrk Nexus 2015-16 er liðinn (18. september 2015).