Nexus hefur nokkrum sinnum verið beðið um að gefa þingnefndum álit þegar kemur að varnartengdum málum. Við þau tækifæri er boð sent til allra meðlima Nexus þar sem þeim er boðið að taka þátt. Áhugasamir einstaklingar koma þá saman og vinna að áliti sem er þá í raun ekki formlegt álit Nexus heldur álit þeirra meðlima sem taka þátt í að semja álitið, Nexus býður aðeins uppá vettvanginn fyrir skoðanaskiptin.
Þjóðaröryggisstefna fyrir Ísland, 695. mál 144. löggjafarþing 2014–2015
Félagar Nexus sendu inn umsögn um þingsályktunartillögu um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland þann 13.5.2015, sem var byggt á starfsemi þingnefndar.
Umsögnin er að finna hér á vef Alþingis. Einnig er til PDF útgáfa hýst af Nexus.
Mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, 723. mál 139. löggjafarþing 2010-2011
Félagar Nexus sendu inn umsögn um þingsályktunartillögu um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland þann 12.5.2011.
Umsögnin er að finna hér. Einnig er til PDF útgáfa hýst af Nexus.
Stefna Íslands í málefnum norðurslóða
Nexus sendi inn umsögn um þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða fyrir þann 7. febrúar 2011.
Nefndarálit um stefnu Íslands í málefnum Norðurslóða er að finna hér. Einnig er til PDF útgáfa hýst af Nexus.
Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum
Nefndarálit um Friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja er að finna hér. Einnig er til PDF útgáfa hýst af Nexus.
Umsögn um breytingu á varnarmálalögum
Nexus sendi inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á varnarmálalögum, nr. 34/2008, þingskjal 972, 581, þann 6. maí 2010.
Umsögnin er að finna hér. Einnig er til PDF útgáfa hýst af Nexus.