Nexus

Rannsóknarvettvangur fyrir öryggis- og varnarmál

  • Heim
  • Um Nexus
    • Heiðursfélagar
    • Stjórn Nexus
    • Lög félagsins
    • Tækifæri
    • Gerast meðlimur
  • Útgáfur og starfsemi
    • Nefndarálit / Umsagnir
    • Fréttabréf
    • Þjóðarspegillinn 2010
    • Yfirlit yfir útgáfur
    • Rannsóknarstyrkur
  • Atburðir
  • English
    • About Nexus
    • Board of Nexus
    • Opportunities
    • Join Nexus
    • Events
    • Publications and work
    • The Nexus Scholarship
  • Nexus Conferences

Skýrsla um net- og upplýsingaöryggi frá Innanríkisráðherra

Posted by Nexus on 12.06.2015
Posted in: Fréttir - News. Tagged: Alþingi, Ísland, Cyber.

Innanríkisráðherra kynnti á s.l. miðvikudegi skýrslu fyrir Alþingi um net- og upplýsingaöryggi. Skýrslan í heild sinni er aðgengileg á vefsíðu Alþingis. Í henni eru sett fram Framtíðarsýn 2026 um net- og upplýsingaöryggi1 og Meginmarkmið stefnu til að ná megi þeirri sýn. Úr skýrslunni:

Framtíðarsýn 2026

Íslendingar búi við Net sem þeir geti treyst og þar séu í heiðri höfð mannréttindi, persónuvernd ásamt frelsi til athafna, efnahagslegs ávinnings og framþróunar. Örugg upplýsingatækni sé ein meginstoð hagsældar á Íslandi, studd af öflugri öryggismenningu og traustri löggjöf. Jafnframt sé samfélagið vel búið til að taka á netglæpum, árásum, njósnum og misnotkun persónu- og viðskiptaupplýsinga.

Meginmarkmið stefnu

  1. Efld geta. Almenningur, fyrirtæki og stjórnvöld búi yfir þeirri þekkingu, getu og tækjum sem þarf til að verjast netógnum.
  2. Aukið áfallaþol. Bætt geta til greiningar, viðbúnaðar og viðbragða eru lykilþættir í bættu áfallaþoli. Áfallaþol upplýsingakerfa samfélagsins og viðbúnaður verði aukinn þannig að hann standist samanburð við áfallaþol upplýsingakerfa á Norðurlöndum. Þetta sé t.d. gert með bættri getu við greiningu á ógnum, samvinnu og með því að öryggi verði órjúfanlegur þáttur í þróun og viðhaldi net- og upplýsingakerfa.
  3. Bætt löggjöf. Íslensk löggjöf sé í samræmi við alþjóðlegar kröfur og skuldbindingar á sviði netöryggis og persónuverndar. Jafnframt styðji löggjöfin við nýsköpun og uppbyggingu þjónustu sem byggir á öryggi, t.d. hýsingu.
  4. Traust löggæsla. Lögregla búi yfir eða hafi aðgang að faglegri þekkingu, hæfni og búnaði til að leysa úr málum er varða net- og upplýsingaöryggi.

Deila:

  • Tölvupóstur
  • Prenta
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

Líkar við:

Líka við Hleð...

Tengt efni

Leiðarkerfi færslna

← Developments in Icelandic Security Policy
Næsta kynslóð í stefnumótun öryggismála →
  • Nexus á Facebook

    Nexus á Facebook
  • Efnisorð / Tags

    Afghanistan Alyson Bailes Alþingi Arab Spring Arctic ATT Aðalfundur Ballistic missile defense Bjarni Kjartansson CAPS Climate change Cold War Cyber Disarmament EU Europe Fréttabréf Fyrirlestur Gustav Pétursson Herdís Sigurgrímsdóttir Humanitarian intervention IIA Immigration Jón K. Ragnarsson Kristmundur Ólafsson Libya Margrét Cela Mixer NATO nexus Nordic Nuclear Oil Post-Cold War Russia scholarship Scotland Small state Snorri Matthíasson Syria Twitter Tækifæri Ukraine UN United Kingdom USA WMD Ísland Þjóðarspegillinn 2010 Þjóðaröryggisstefna
  • Leit / Search

  • Fáðu netpóst þegar við birtum efni á netsíðunni! / Get an email notification when we publish material on our website!

    Join 202 other subscribers
Bloggaðu hjá WordPress.com.
  • Fylgja Fylgja
    • Nexus
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Nexus
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Copy shortlink
    • Report this content
    • View post in Reader
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
%d bloggurum líkar þetta: