Nexus

Rannsóknarvettvangur fyrir öryggis- og varnarmál

  • Heim
  • Um Nexus
    • Heiðursfélagar
    • Stjórn Nexus
    • Lög félagsins
    • Tækifæri
    • Gerast meðlimur
  • Útgáfur og starfsemi
    • Nefndarálit / Umsagnir
    • Fréttabréf
    • Þjóðarspegillinn 2010
    • Yfirlit yfir útgáfur
    • Rannsóknarstyrkur
  • Atburðir
  • English
    • About Nexus
    • Board of Nexus
    • Opportunities
    • Join Nexus
    • Events
    • Publications and work
    • The Nexus Scholarship
  • Nexus Conferences

Olíuríkið Ísland: Liggur framtíðin í olíuvinnslu á Norðurslóðum?

Posted by Nexus on 09.05.2015
Posted in: Atburðir - Events. Tagged: Arctic, CAPS, Climate change, IIA, Oil.

11207343_773662406065185_7061932165234902228_n Rannsóknasetur um norðurslóðir kynnir í samstarfi við NEXUS málþing um framtíð olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Málþingið verður haldið þriðjudaginn 12. maí frá 14:00-16:30 í Háskóla Íslands, Háskólatorgi 105.

Bráðnun íss auk annarra umhverfisbreytinga á norðurslóðum hefur opnað á umtalsverða möguleika tengda efnahagsþróun. Nýting hugsanlegra olíuauðlinda kann að skila af sér fjárhagslegum gróða, en margt er enn á huldu um þær efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu áhættur sem kunna að blasa við fjárfestum og íbúum norðurslóða.

Á þessu málþingi verður leitað eftir fjölbreytilegum sjónarhornum og verða málin rædd af fulltrúum atvinnulífsins , fræðasamfélagsins og ungliðum þeirra stjórnmálahreyfinga sem eiga sæti á Alþingi. Velt verður upp spurningum á borð við: Hvert stefnir olíuleit og vinnsla á Drekasvæðinu? Hvaða áhrif hefur óstöðugt olíuverð? Hvað með öryggismálin? Hefur áhugi fjárfesta eða pólitískur vilji eitthvað breyst? Hvernig meta tryggingafélög þessa þróun?

Nánari upplýsingar, og listi yfir þátttakendum, eru hér að neðan. Skráðu þátttöku þína á Facebook viðburðinum.

Sjálfbærni í orkumálum
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og formaður stjórnar Eykon Energy

Efnahagslegar framkvæmdir á norðurslóðum frá sjónarhorni vátryggjenda
Lára Jóhannsdóttir, lektor í umhverfis- og auðlindafræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Íslenski drekinn: Orðræða um hnattrænar loftslagsbreytingar og olíuleit á Íslandsmiðum
Auður H Ingólfsdóttir, lektor við háskólann á Bifröst

Að erindum loknum taka fulltrúar ungs fólks í stjórnmálaflokkum þátt í pallborðsumræðum ásamt frummælendum, en þau eru:

Magnús Júlíusson frá Sjálfstæðisflokknum
Gauti Geirsson frá Framsóknarflokknum
Arnaldur Sigurðarson frá Pírötum
Hulda Hólmkelsdóttir frá Vinstri grænum
Þórarinn Snorri Sigurgeirsson frá Samfylkingunni
Magnea Guðmundsdóttir frá Bjartri framtíð

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV.

Deila:

  • Tölvupóstur
  • Prenta
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

Líkar við:

Líka við Hleð...

Tengt efni

Leiðarkerfi færslna

← Russia, Ukraine and the Arctic: Where do the Nordic States stand?
Spennandi vika // Exciting week →
  • Nexus á Facebook

    Nexus á Facebook
  • Efnisorð / Tags

    Afghanistan Alyson Bailes Alþingi Arab Spring Arctic ATT Aðalfundur Ballistic missile defense Bjarni Kjartansson CAPS Climate change Cold War Cyber Disarmament EU Europe Fréttabréf Fyrirlestur Gustav Pétursson Herdís Sigurgrímsdóttir Humanitarian intervention IIA Immigration Jón K. Ragnarsson Kristmundur Ólafsson Libya Margrét Cela Mixer NATO nexus Nordic Nuclear Oil Post-Cold War Russia scholarship Scotland Small state Snorri Matthíasson Syria Twitter Tækifæri Ukraine UN United Kingdom USA WMD Ísland Þjóðarspegillinn 2010 Þjóðaröryggisstefna
  • Leit / Search

  • Fáðu netpóst þegar við birtum efni á netsíðunni! / Get an email notification when we publish material on our website!

    Join 202 other subscribers
Bloggaðu hjá WordPress.com.
  • Fylgja Fylgja
    • Nexus
    • Already have a WordPress.com account? Log in now.
    • Nexus
    • Sérsníða
    • Fylgja Fylgja
    • Skrá mig
    • Innskráning
    • Copy shortlink
    • Report this content
    • View post in Reader
    • Manage subscriptions
    • Collapse this bar
 

Hleð athugasemdir...
 

    %d bloggurum líkar þetta: