Opinn fundur í Lögbergi 101, Háskóla Íslands, 27.5.2014 kl. 12:00-13:00
Nexus, rannsóknarvettvangur fyrir öryggis- og varnarmál, kynnir hádegisfund um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.
Fundurinn er fyrsti viðburður í hádegisfundaröð Nexus þar sem farið verður yfir þróun mála sem snúa að þjóðaröryggi Íslendinga á 21. öld, í ljósi tillaga þingnefndar um mótun þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland.
Á fyrsta fundinum verða starfsemi og tillögur nefndarinnar kynntar, um leið og leitast verður við að setja þær í sögulegt samhengi.
Opnunarorð
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra
Starf þingnefndarinnar
Valgerður Bjarnadóttir, alþingismaður og formaður nefndarinnar
Sögulegir sættir í utanríkis- og öryggismálum?
Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður á RÚV
Hádegisfundaröðin heldur svo áfram í haust með fundum um netöryggi og almannavarnir.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ og Varðberg.