Auka konur í friðargæslu öryggi kvenna? Um kyn í friðargæslu
Höfundur: Silja Bára Ómarsdóttir
Viðfangsefni þessarar greinar er að draga saman fræðilega umræðu um kyn í friðargæslu. Með því er skapaður grundvöllur fyrir rannsókn á framlagi kvenna í friðargæslu til öryggis kvenna á átakasvæðum á erlendri grund. Íslensk utanríkisstefna hefur í auknum mæli lagt áherslu á kvenfrelsi og er sú nálgun kynnt sem ein grunnstoð stefnunnar. Þessi samantekt leggur grunninn að væntanlegri rannsókn, en markmið hennar er að kynnast því hverjar upplifanir og skoðanir íslenskra kvenna sem hafa starfað í friðargæsluverkefnum fyrir íslenska ríkið eru.
Greinin er aðgengileg á Skemmunni.